top of page

ANDLITSMEÐFERÐIR

ANDLITSMEÐFERÐ 60 MÍN

Hvert andlitsbað byggir á húðgreiningu sem fram fram á milli viðskiptavinar og snyrtifræðings um viðeigandi meðferð hverju sinni. Andlitsbaðið fer fram í fjórum stigum.  Byrjað er á að yfirborðshreinsa andlitið, í framhaldi af því er andlit djúphreinsa undir gufu. Andlit og herðar nuddaðar og lokinn er settur næringaríkur maski sem hentar hverri húð fyrir sig. Snyrtifræðingur ráðleggur vörur sem henta húð viðskiptavinar.

Snyrtingar: About

ANDLITSMEÐFERÐ 30 MÍN

Byggist á nuddi og Maska. Nuddað er andlit og herðar og viðeigandi maski valin fyrir hverja húðgerð fyrir sig í lokin.
Við mælum með að spinna inn í þessa meðferð litun og plokkun/vax, janvel augnmaskameðferð eða lökkun á hendur eða fætur. Snyritfræðingur ráðleggur vörur sem henta húð viðskiptavinar.

Snyrtingar: About
Snyrtingar: About

HÚÐHREINSUN 60 MÍN

Húðhreisun byrjar á því að húðgreining fer fram á milli viðskiptavinar og snyrtifræðings ásamt því að ræða um vandamál sem viðskiptavinur á við. Húðhreinsun byggir á fjórum stigum. Byrjað er að yfirborðshreinsa húð, í framhaldi er húðin djúphreinsuð undir gufu til að hita húðin vel. Húðin er kreist og í framhaldi er settur viðeigandi maski sem hentar hverri húð. Í lokin ráðleggur snyrtifræðingur vörur sem henta húð viðskiptavinar.

Snyrtingar: About

VAXMEÐFERÐIR

Vaxmeðferð byggist á því að fjarlægja óæskilegan hárvöxt á því svæði sem viðskiptavinur kýs. Í meðferðinni er vax borði á og fjarlægt með á viðeigandi hátt. Þegar hár hefur verið fjarlægt úr hársekk myndast roði, viðkvæmni og húðin er opnari fyrir sýkingu. Mikilvægt er að viðskiptavinur fari eftir þeim fyrirmælum sem snyrtifræðingur ráðleggur, ekki fara í sund, ljós eða ljósabekki sólarhring eftir meðferð.

FÓTSNYRTING

Fætur settar í fótabað með fótabaðsalti. Neglur og naglabönd hreinsuð, neglur klipptar og þjalaðar, sigg raspað. Í lokin er sett krem og fætur nuddaðar. Einnig lakkað ef sérstaklega er beðið um það.

Snyrtingar: About

FÓTSNYRTING 60 MÍN

Byrjað er á fótabaði. Neglur eru klipptar og snyrtar sem og naglabönd. Húð á iljum mýkt upp og neglur lakkaðar ef viðkomandi vill. Slakandi fótanudd með nærandi kremi í lokin.

Snyrtingar: About

LITUN OG PLOKKUN/VAX

Augabrúnir og/eða augnhár er litað og mótað eftir samkomulagi milli viðskitavinar og snyrtifræðings.

Snyrtingar: About

FÓTAAÐGERÐ

SMÁAÐGERÐ

Mikilvægt er að fótaaðgerðir séu framkvæmdar af löggildum fótaaðgerðafræðing, þeir hafa bæði reynslu og þekkingu til að vinna með fótamein af öllum toga


Byrjað er á að setja fætur í fótabað. Ástand fóta er metið, neglur klipptar og þynntar ef þarf. Þykk húð (sigg) fjarlægð sem og líkþorn ef einhver eru. Fótanudd með nærandi kremi í lokin. Hverri fótaaðgerð fylgir ráðgjöf varðandi val á skófatnaði, skekkjur í fótum, val á fótakremi eða annað sem þörf er á að skoða nánar.

Snyrtingar: About

SPANGARMEÐFERÐ

Meðferð með sérútbúnum spöngum til að vinna bug á niðurgrónum nöglum.

Snyrtingar: About
bottom of page